Villan úr tónlistarmyndbandi Adele til sölu

Húsið úr myndbandi Adele er til sölu í Kanada.
Húsið úr myndbandi Adele er til sölu í Kanada. Samsett mynd

Kanadíska villan sem sjá má í nýjasta tónlistarmyndbandi tónlistarkonunnar Adele er komin í sölu. Húsið er í Quebec, í nokkurra mínútna fjarlægð frá landamærum Kanada að Bandaríkjunum. 

Húsið heitir Vineyard of the St. Agnes Chape en landareignin telur alls 70 hektara. Sex hús eru á landareigninni, þar á meðal kastali. 

Ljósmynd/Realtor.ca

Aðalhúsið var byggt árið 1946 og tekið í gegn 1990. Gestahúsið var byggt 1997 og kapellan og kastalinn 2008. 

Í stærstu byggingunni er að finna stóra borðstofu þar sem Adele tók stóran hluta myndbandsins upp. 

Núverandi eigandi er kanadíski athafnamaðurinn Benoit Dumont. 

mbl.is