Friðrik Ómar skellti sér í detox-ferð til Póllands

Friðrik Ómar Hjörleifsson.
Friðrik Ómar Hjörleifsson. mbl.is/​Hari

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjör­leifs­son byrjar árið á heilsusamlegan hátt en hann er staddur í detox-ferð í Póllandi. Friðrik Ómar var mikill vinur Jónínu Benediktsdóttur heitinnar sem var þekkt fyrir að fara með hópa til Póllands í detox-ferðir. 

Á meðan margir flýja í sólina til Tenerife eða í skíðabrekkurnar kom Friðrik Ómar fylgjendum sínum á óvart með Póllandsferð. Eftir mikla jólatónleikavertíð er detox-ferðin líklega kærkomin og endurnærandi fyrir tónlistarmanninn.  

Jónína lést fyrir rúmu ári en Friðrik Ómar rifjaði upp kynni þeirra við útför hennar. Auðvitað kom detox-ferð þar við sögu. Hann kynnt­ist Jón­ínu í gegn­um sam­eig­in­lega vin­konu þeirra, söng­kon­una Heru Björk Hilm­ars­dótt­ur, sem hafði verið í det­ox-meðferð hjá henni.

„Hún seldi mér það að ég þyrfti svo sann­ar­lega að fara í det­oxmeðferð. Ég var ný­bú­inn að vera í Söngv­akeppni evr­ópska sjón­varps­stöðva með Regínu Ósk og ég væri orðinn svo þreytt­ur. Jón­ína sagði þetta svona við mig og horfði á mig og sagði „ohh þú verður að fara að koma, þú ert svo þreytt­ur“,“ sagði Friðrik Ómar og bætti við að Jón­ína hefði ekk­ert haft fyr­ir því að segja hon­um frá því hverj­ir væru með hon­um í det­ox­inu. „Það voru Geiri „Gold­fin­ger“, Árni Johnsen og Gunn­ar í Kross­in­um,“ sagði Friðrik Ómar.

Friðrik Ómar er ekki eina stjarnan í Póllandi. Tónlistarkonan Helga Möller er í ferðinni en hún sér um að halda uppi stuðinu í heilsuferðum hjá Detox Ísland. 

mbl.is