Harry og Meghan þora ekki í heimsókn til Karls

Harry og eiginkona hans Meghan í nóvember síðastliðnum.
Harry og eiginkona hans Meghan í nóvember síðastliðnum. AFP

Karl Bretaprins hefur boðið Harry og Meghan að dvelja hjá sér þegar þau heimsækja Bretland næst. Vonast Karl til þess að verja tíma með afabörnum sínum en hann hefur ekki enn hitt Lilibet Díönu sem fæddist í júní í fyrra. 

Samband feðganna hefur ekki verið upp á það besta að undanförnu en þetta er tilraun Karls til þess að bæta það, að því er fram kemur á vef Mirror. Karl hefur ekki hitt Archie, frumburð Harrys, síðan hann var sex mánaða. Hjónin sögðu sig frá konunglegum skyldum árið 2020 og fluttu til Bandaríkjanna. 

Meghan með Archie á sínum tíma.
Meghan með Archie á sínum tíma. AFP

Þrátt fyrir velvild Karls er ekki víst að fjölskyldan ferðist alla leið til Englands. Harry er ekki sáttur við hvernig gætt verður að öryggi fjölskyldu hans þegar þau koma til Englands og telur of hættulegt fyrir fjölskylduna að dvelja þar.

Talið var að Harry og Meghan kæmu til Englands í júní þegar hátíðahöld fara fram í tilefni þess að 70 ár eru í ár síðan Elísabet Bretadrottning tók við völdum. Harry ætlaði einnig að koma heim til Englands í apríl til þess að minnast afa síns, Fil­ippus­ar prins.

Karl Bretaprins og Elísabet drottning.
Karl Bretaprins og Elísabet drottning. AFP
mbl.is