Geislaði af hamingju í ástarfríinu

Kim Kardashian geislar af gleði á Bahama.
Kim Kardashian geislar af gleði á Bahama. Samsett mynd

Athafnakonan Kim Kardashian geislar af hamingju á nýjustu myndaseríu sinni á Instagram. Á myndunum er hún stödd á sólríkri strönd á Bahamaeyjum en hún sótti eyjuna heim fyrr á þessu ári, ásamt kærasta sínum Pete Davidson grínista.

Bahamaferðin var fyrsta frí parsins en þau tóku saman um mitt haust 2021. Myndirnar úr fríinu hafa vakið athygli þar sem á einni myndinni sést skuggi þess sem tók myndirnar. Hafa aðdáendur athafnakonunnar velt því fyrir sér hvort Davidson hafi verið þar að verki.

mbl.is