Will Smith pirraður út í íslenskt mý

Will Smith með flugnanet á Íslandi.
Will Smith með flugnanet á Íslandi. Skjáskot/Instagram

Hollywoodstjarnan Will Smith er enn að dásama Íslandsheimsókn sína en hann kom til landsins árið 2020 til þess að taka upp ferðaþættina Welcome to Earth. Um helgina birti hann skondið myndskeið af sér berjast við íslenskt mý. 

„Ég er með andlitssokkabuxur. Allir menn þurfa andlitssokkabuxur,“ sagði Smith þegar hann setti á sig flugnanet í Öxi-jakka frá 66 Norður. „Úff, þetta er hræðilegt. Ég finn fyrir flugunum ráðast á hendurnar á mér.“ Leikarinn sagði seinna að mýið í augunum væri ekki að hjálpa sér.

Þrátt fyrir óþægindin var Smith mjög ánægður með ferðina og er enn að birta myndir og myndskeið úr ferðinni. Íslandsþátturinn er kominn á streymisveitu Disney. Smith ferðaðist víða um landið og kom meðal annars við á Norðaust­ur- og Aust­ur­landi þegar hann var í tökum. Stuðlagili á Aust­ur­landi var lokað í tvo daga vegna Smiths. 

View this post on Instagram

A post shared by Will Smith (@willsmith)

mbl.is