Inga Lind og Árni njóta í Austurríki

Árni Hauksson og Inga Lind Karlsdóttir eru nú í Austurríki.
Árni Hauksson og Inga Lind Karlsdóttir eru nú í Austurríki. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Hjónin Inga Lind Karlsdóttir, eigandi framleiðslufyrirtækisins Skot, og Árni Hauksson fjárfestir eru stödd í Austurríki um þessar mundir. Hjónin eru í skíðafríi með fjölskyldunni og hefur Inga Lind sýnt frá ferðinni á Instagram. 

Dóttir þeirra, kraftlyftingakonan Arnhildur Anna, er einnig með í för og hefur hún birt myndir og myndbönd úr ferðinni. 

Fjöldi Íslendinga hefur sótt skíðabrekkur Austurríkis heim undanfarnar vikur enda er þar ein bestu skíðasvæði heims að finna. Á meðal þeirra sem hafa skellt sér út eru stjörnuhjónin Jógv­an Han­sen og Hrafn­hild­ur Jó­hann­es­dótt­ir og Yesmine Ols­son og Arn­grím­ur Fann­ar Har­alds­son. Um helgina fóru leikkonan Kristín Pétursdóttir og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir einnig út, svo það er margt um manninn í Austurríki um þesar mundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina