Er að lifa og njóta með Selmu og Tuma

Friðrik Ómar með vinum sínum Kolbeini Tuma og Selmu Björnsdóttur …
Friðrik Ómar með vinum sínum Kolbeini Tuma og Selmu Björnsdóttur á Tenerife. Skjáskot/Instagram

Sprelligosinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skellti sér til Tenerife um leið og hann kom heim úr detoxi í Póllandi. Hann er núna mættur til Tenerife með vinum sínum Selmu Björnsdóttur söngkonu og Kolbeini Tuma Daðasyni fjölmiðlamanni. 

Tenerife er greinilega aðalstaðurinn til þess að vera á en ekki eru nema nokkrar vikur síðan Selma var þar með börnunum sínum. Nú er hins vegar kærastinn hennar með í för og þar er ekki átt við Friðrik Ómar heldur Kolbein Tuma. Friðrik Ómar er síðan greinilega í miklu stuði með kærustuparinu eftir endurnærandi vikur í Póllandi. 

„Við ætlum bara að lifa og njóta,“ sagði Friðrik Ómar í sögu á Instagram um ferðalagið. Vinirnir Friðrik Ómar og Selma eru aðeins að stríða hvort öðru og þurfti Selma að minna tónlistarmanninn á að hann væri ekki á froðudiskói á Ibiza þegar þau fóru út að borða. Það er alveg örugglega hægt að finna eitt stykki froðudiskó á Tenerife fyrir áhugasama. 

mbl.is