Slappar af í Sydney

Rita Ora leyfir sér líka að slaka á í Sydney.
Rita Ora leyfir sér líka að slaka á í Sydney. AFP

Söngkonan Rita Ora slappaði af og naut sólarinnar í bakgarðinum á dvalarstað sínum í Sydney í Ástralíu á dögunum. Ora birti mynd af sér á Instagram þar sem hún lá fáklædd á handklæði í sumargrænu grasi og leyfði sólinni að skína á líkamann í von um að taka smá lit. 

Rita Ora hefur dvalið í Ástralíu um nokkurt skeið vegna starfs síns sem dómari í áströlsku sjónvarpsþáttunum The Voice. Á meðan á dvöl hennar hefur staðið hefur hún verið dugleg að stunda líkamsrækt. Einkaþjálfari Oru í Sydney er enginn annar en Jono Castano, maðurinn á bakvið ótrúlegan árangur áströlsku leikkonunnar Rebel Wilson.

„Ég æfi venjulega einn eða tvo tíma á dag, fer eftir því hversu mikinn tíma ég hef,“ sagði Ora í nýlegu samtali við tímaritið Shape samkvæmt frétt frá Daily Mail. „Ég einbeiti mér aðallega á lærunum og rassinum þannig ég lyfti mikið og geri mikið af hnébeygjum,“ sagði hún jafnframt, enda í feiknagóðu formi.

View this post on Instagram

A post shared by RITA ORA (@ritaora)

mbl.is