889 ferðamenn strand við Machu Picchu

Tæplega 900 ferðamenn voru fluttir frá bænum Machu Picchu, ferðamannabæ í grennd við Inkaborgina Machu Picchu í Andesfjöllum í Perú í síðustu viku. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og flæddi áin Alccamayo yfir bakka sína og olli miklu tjóni. 

Nokkur heimili hafa orðið vatninu að bráð og eins er saknað að sögn ferðamálaráðherra Perú. 

Machu Picchu er einn vinsælasti ferðamannastaður í Perú en í venjulegu árferði leggur 1,5 milljón ferðamanna leið sína til Inkaborgarinnar. 

Ferðamennirnir urðu fyrst inlyksa í Machu Picchu Pueblo þegar áin flæddi yfir bakka sína og lokaði leiðum frá bænum á föstudag. Þeir voru síðar fluttir til Ollantaytambo. Samgöngur hafa einnig rofnað vegna mikilla mótmæla bænda, sem mótmla hækkandi verði á áburði. Bændur lokuðu lestarteinum sem liggja til Machu Picchu, en þeir voru notaðir til að koma fólki frá bænum. 

Lestarteinarnir urðu fyrir skemmdum í rigningunni og því komast ferðamenn ekki áleiðis til þess að ganga Inkaslóðina upp að Machu Picchu að svo stöddu. Vonast er til þess að teinarnir verði komnir í gagnið síðar í þessari viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert