Sleikti sárin í Kosta Ríka

Emma Roberts,
Emma Roberts, AFP

Hollywoodstjarnan Emma Roberts naut lífsins í Kosta Ríka á dögunum. Roberts hætti nýlega með barnsföður sínum, leikaranum Garrett Hedlund. Fríið var líklega kærkomið í ljós nýafstaðinna atburða. 

Leikkonan dvaldi á lúxushótelinu Hacienda AltaGracia sem er í hluti af keðjunni Auberge Resorts Collection. Hótelið hefur verið valið eitt af 50 bestu sinnar tegundar í heimi og heilsulindin sú besta í heimi. 

Hótelið Hacienda AltaGracia er guðdómlegt.
Hótelið Hacienda AltaGracia er guðdómlegt. Ljósmynd/Hacienda AltaGracia
Heilsulindin fær tíu í einkunn.
Heilsulindin fær tíu í einkunn. Ljósmynd/Hacienda AltaGracia

Roberts birti myndir úr ferðinni á Instagram og segir að hún hafi endurstillt sig á hótelinu sem er núna hennar uppáhaldsstaður. „Fallegasta umhverfið, vingjarnlegasta fólkið, ótrúlegasta upplifunin,“ skrifaði Roberts. „Get ekki beðið eftir að fara aftur.“

View this post on Instagram

A post shared by Emma Roberts (@emmaroberts)

mbl.is