Ekki alltaf gott að kaupa hús á eina evru

Húsin á Ítalíu geta þurft á mikilli endurnýjun að halda.
Húsin á Ítalíu geta þurft á mikilli endurnýjun að halda. Skjáskot

Margir hafa tekið eftir gylliboðum frá Ítalíu um að hús séu þar til sölu á aðeins eina evru. Ekki er þó allt gull sem glóir og hafa sumir ekki góða reynslu af kaupunum.

Danny McCubbin bjó í London og vann fyrir Jamie Oliver í 17 ár. Svo ákvað hann að söðla um og keypti sér eitt af húsunum sem var til sölu á eina evru á Sikiley. Hann safnaði saman 4 milljónum krónum til þess að breyta húsinu til þess að sinna samfélagsþjónustu á sviði matar. 

„Mér líkaði það hversu gegnsætt allt ferlið var.“

McCubbin neyddist þó til þess að selja húsið stuttu síðar en allt í kringum kaupin reyndist afar kostnaðarsamt eins og til dæmis ýmis konar lögfræðitengd gjöld.

Þá fór kostnaðurinn við að endurnýja húsnæðið upp úr öllum hæðum og það var mikill skortur á verkamönnum vegna faraldursins. Þegar hann áttaði sig á að hann hefði ekki efni á endurbótunum seldi hann húsið aftur fyrir eina evru og tapaði þessum þrjú þúsund evrum sem hann hafði lagt í verkefnið.

Hann segir þetta þó ekki hafa verið alslæmt og sér ekki eftir neinu. Nú hefur hann fundið sér aðra fasteign og er sestur að á Ítalíu.

„Svo gekk ég um og spurðist fyrir um verkamenn. Fólk verður að vera raunsætt. Ef þú kaupir hús á eina evru þá þarftu auðvitað að gera ráð fyrir að þurfa að gera það upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert