Ráðalaus piparsveinn í Hallgrímskirkju

Clayton Echard leitaði til Guðs í Hallgrímskirkju, enda í vanda …
Clayton Echard leitaði til Guðs í Hallgrímskirkju, enda í vanda staddur. Skjáskot/YouTube

Ísland skartar sínu fegursta í hádramatískum Bachelor þætti sem fór í loftið á mánudags- og þriðjudagskvöld í Bandaríkjunum. Svo mikið gekk á í þáttunum að piparsveinninn Clay Echard þurfti að leita á náðir Guðs og gerði það að sjálfsögðu í Hallgrímskirkju. 

Þættirnir voru teknir upp hér á Íslandi í nóvember á síðasta ári.

Echard fór á stefnumót með öllum þremur konunum sem eftir standa, Susie, Rachel og Gabby. Með Rachel fór hann í þyrluflug að eldgosinu. Með Gabby fór hann í buggy-bílaferð en með Susie fór hann í Sky Lagoon.

Piparsveinninn og vongóðu meyjarnar þrjár skelltu sér líka í Ingólfsskála og svo var lokaathöfnin í Hörpu. Það má með sanni segja að athöfnin í Hörpu hafi farið út um þúfu þar sem Echard segir þeim að hann sé ástfanginn af þeim öllum, og að hann hafi sofið hjá tveim af þremur.

Örlögin ráðast í tvöföldum lokaþætti sem fer í loftið í næstu viku, en hann er líka tekinn upp hér á landi. Þá verða tvær meyjar eftir og fjölskylda Echards ferðast hingað til Íslands til að hitta þær.

Aðdáendur Bachelor koma ekki að kofanum tómum hjá Sjónvarpi Símans sem er með sýningarréttinn að Bachelor hér á Íslandi. Þátturinn er kominn inn á Sjónvarp Símans Premium.

Í kvöld er svo hægt að horfa á þáttinn nákvæmlega á þeim stað sem hann var tekinn upp á, Sky Lagoon. Lónið sjálft opn­ar klukk­an 18.00 en þátt­ur­inn sjálf­ur fer í loftið klukk­an 20.00 en hægt er að kaupa miða á Tix.is.

Þar að auki koma tveir aukaþættir af Rósinni, spjallþætti þar sem rætt erum Bachelor á léttu nótunum. Fyrri þátturinn kemur inn á morgun. Erna Hrund Hermannsdóttir, Eva Ruza og Hjálmar Örn ræða þar um hvað gekk á í Íslandsþættinum. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert