Ísafjörður einn fallegasti bær í Evrópu

Ísafjörður vekur heimsathygli.
Ísafjörður vekur heimsathygli. mbl.is/Sigurður Bogi

Ferðalangar sem hafa komið til Ísafjarðar geta flestir verið sammála um að bærinn er einstaklega fallegur. Nú hefur bærinn ratað í eitt virtasta ferðatímarit í heimi en Condé Nast Traveller tók saman lista yfir fallegustu smábæi í Evrópu. 

Á vef miðilsins kemur fram að Ísafjörður er staðsettur á hinum guðdómlegu fallegu Vestfjörðum á Íslandi þar sem stór fjöllin gleypa næstum því bæinn. „Ísafjörður er algjör andstæða við hin hefðbundna ítalska og gríska sumarleyfisstað og þar liggur fegurðin, sérstaklega ef þú kýst hrátt umhverfi fram yfir lúxusfrí,“ segir á vef Condé Nast Traveller. Í umfjölluninni er einnig tekið fram að hitinn sé ekki mikill, veturna eru kaldir og sumrin líka, eða að minnsta kosti ekki heit. 

Ísafjörður er fallegur.
Ísafjörður er fallegur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hér má sjá hina staðina sem komust á listann yfir fallegust smábæi í Evrópu ásamt Ísafirði. 

Guimarães í Portúgal. 

Český Krumlov í Tékklandi. 

Lauterbrunnen í Sviss. 

Eguisheim í Frakklandi. 

Bled í Slóveníu. 

Mdina á Möltu. 

Rhonda á Spáni. 

Ribe í Danmörku. 

Portree í Skotlandi. 

Praiano á Ítalíu. 

Dinant í Belgíu. 

Giethoorn í Hollandi. 

Hallstatt í Austurríki. 

Castle Combe á Englandi. 

Assos í Grikklandi. 

Kotor í Svartfjallalandi. 

Þórshöfn í Færeyjum. 

Korcula í Króatíu. 

Cobh á Írlandi. 

Reine á eyjunni Lofoten í Noregi.

Kastraki í Grikklandi. 

Sighișoara í Rúmeníu. 

Castelluccio á Ítalíu. 

Rothenburg ob der Tauber í Þýskalandi. 

Flåm í Noregi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert