Draumarnir rætast í Feneyjum

Það er gaman að koma tl Feneyja og upplifa menningu …
Það er gaman að koma tl Feneyja og upplifa menningu og listir. AFP

Í sumar verður hægt að fljúga beint til Feneyja og því er ekki úr vegi að mæla með nokkrum skemmtilegum viðburðum sem hægt er að njóta á sama tíma og maður nýtur lífsins siglandi um á gondólum sötrandi Bellini-kokkteila.

Fyrir þá menningarsinnuðu

Feyneyjartvíæringurinn verður haldinn í ár eftir nokkurt hlé vegna heimsfaraldurs. Ísland verður að þessu sinni með skála á aðalsvæði hátíðarinnar Arsenale og mun listamaðurinn Sigurður Guðjónsson sýna þar fyrir Íslands hönd. Tvíæringurinn stendur yfir frá 23. apríl til 27. nóvember 2022.

Þá verður hin óviðjafnanlega ópera Madama Butterfly flutt í feneysku óperunni í september 2022. Ferðavefur mbl.is mælir með því að áhugasamir flýti sér að sjá þessa dramatísku óperu eftir Puccini áður en henni verði slaufað eða „cancelled“ en margir hafa bent á að söguþráðurinn sé mjög umdeildur, þar sé t.d. vísað í barnagirnd en Cio-Cio er aðeins fimmtán ára saklaus stúlka þegar hún giftist eldri bandarískum hermanni og eignast með honum barn. Þá er það líka gagnrýnt hversu einföld mynd dregin er upp af japönum í óperunni.

Fyrir þá sem elska góðan mat

Eins og Ítalíu er von og vísa þá er þar alltaf hægt að finna góðan mat. Það er til dæmis ómissandi fyrir alla að fá sér einn Bellini á Harry´s Bar - eða tvo!

Þá mælir ferðavefur mbl.is með veitingastaðnum Al Tímon sem er steikarhús af bestu gerð. Staðurinn er staðsettur við eitt af síkunum og í góðu veðri er hægt að sitja úti á bát sem er staðsettur fyrir utan staðinn og borða gæðasteikur sneiddar niður og bornar fram á stórum viðarplatta.

Wizz air flýgur beint til Feneyja tvisvar í viku, frá apríl og fram á vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert