Einkaflugvél Cyrus varð fyrir eldingu og nauðlenti

Miley Cyrus.
Miley Cyrus. AFP

Söngkonan Miley Cyrus tilkynnti aðdáendum sínum á Instagram að hún sé heil á húfi eftir að einkaflugvél hennar þurfti að nauðlenda á leiðinni til Paragvæ. 

Óvæntur stormur í háloftunum varð til þess að eldingum sló niður í flugvélina með þeim afleiðingum að hún varð fyrir töluverðum skemmdum. Hafði flugmaður vélarinnar því ekkert annað val en að nauðlenda vélinni í Kólumbíu, samkvæmt frétt frá Page Six.

„Til aðdáenda minna og allra þeirra sem voru áhyggjufullir eftir að hafa heyrt um flugferð mína til Asunción. Flugvélin okkar lenti í óvæntum stormi og varð fyrir eldingum. Áhöfnin, hljómsveitin, vinir og fjölskylda sem voru á ferð með mér eru örugg eftir nauðlendingu,“ skrifaði Cyrus við myndband sem hún setti inn á Instagram-síðu sína. Á myndbandinu má sjá þráðlaga ljósblossa út um glugga flugvélarinnar og augljóst að skilyrði voru ekki góð. Þykir það mikil mildi að ekki hafi farið verr. 

Söngkonan hefur verið á tónleikaferðalagi um Suður-Ameríku síðustu misseri og stendur það til að hún komi fram á Lollapalooza tónleikahátíðinni í Brasilíu næstkomandi föstudag. 

View this post on Instagram

A post shared by Miley Cyrus (@mileycyrus)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert