Þríeykið á leið til Tenerife

Binni Glee, Patrekur Jamie og Bassi Maraj eru nú á …
Binni Glee, Patrekur Jamie og Bassi Maraj eru nú á leið til Tenerife. Skjáskot/Instagram

Hin heilaga þrenning Patrekur Jamie, Binni Glee og Bassi Maraj lögðu land undir fót í morgun og skelltu sér beinustu leið til Tenerife. Strákarnir eru vinsælir á samfélagsmiðlum en þeir slóu í gegn í raunveruleikaþáttunum Æði sem sýndir voru á Stöð 2. 

Strákarnir sýndu frá ferðinni á instagram í morgun, en ferðin hófst að sjálfsögðu í Leifsstöð. Strákarnir gáfu ekkert upp um í hvaða erindagjörðum þeir eru á Tenerife en gera má ráð fyrir að þeir ætli sér að njóta lífsins á eyjunni fögru.

Patrekur var í viðtali við ferðavefinn um helgina um ferðalögin sín, en þar minntist hann einmitt á að Binni væri uppáhaldsferðafélagi hans og að þeir vinirnir skemmtu sér alltaf saman.

Með þeim Patreki, Binna og Bassa eru í för tvíburarnir Gunnar Skírnir og Sæmundur Brynjólfssynir. 

Bassi, Binni og Patrekur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun.
Bassi, Binni og Patrekur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. Skjáskot/Instgram
mbl.is