Davíð Helgason ástfanginn í Ölpunum

Isabella Warburg og Davíð Helgason eyddu páskunum í Frakklandi.
Isabella Warburg og Davíð Helgason eyddu páskunum í Frakklandi. Skjáskot/Instagram

Milljarðamæringurinn og frumkvöðullinn Davíð Helgason varði páskunum á skíðasvæðinu Val Thorens í Frakklandi. Með í för var kærasta hans, fyrirsætan Isabella Warburg, og sonur þeirra Ágúst Lu Davíðsson Warburg. 

Val Thorens er hæsta skíðasvæði í Evrópu en það stendur í rúmlega 2.300 metra hæð yfir sjávarmáli í frönsku Ölpunum. Þykir skíðasvæðið þokkalega gott, en er þekkt fyrir að vera kjörið fyrir þau sem vilja skella sér á gott djamm eftir daginn í brekkunum. 

Í ferðinni voru einnig fjölmiðlakonan Sigrún Davíðsdóttir, en hún er móðir Davíðs, Saga Sigurðardóttir ljósmyndari og kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Vilhelm Anton Jónsson.


 

Isabella, Davíð og Ágúst í frönsku Ölpunum.
Isabella, Davíð og Ágúst í frönsku Ölpunum. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert