Aftur handtekið á Havaí

Ezra Miller var handtekið á Havaí.
Ezra Miller var handtekið á Havaí.

Leikarinn Ezra Miller var handtekið á Kean'au á Havaí í Bandaríkjunum í gær, þriðjudag. Hán er sagt hafa hent stól, sem lenti á höfuð konu. Þetta er í annað skipti sem hán er handtekið á Havaí. Page Six greinir frá. 

Lögreglan á Havaí var kölluð til á heimili konu í Iower Puna á þriðjudag vegna Miller. Þá hafði Miller reiðst þegar hán var beðið um að yfirgefa heimilið. Tók hán upp stól og henti honum í konuna. Hán var handtekið um klukkan hálf tvö um nóttina og látið laust eftir yfirheyrslu um klukkan fjögur. 

Miller var einnig handtekið í lok mars fyrir slæma og ofbeldisfulla hegðun á karíókíbar. Þá var hán látið laust gegn tryggingu. Hán hefur verið sektað um 500 bandaríkjadali. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert