Myrkrið á Íslandi algjörlega klikkað

Leikkonan Kaley Cuoco og Emma Ross á Íslandi í desember …
Leikkonan Kaley Cuoco og Emma Ross á Íslandi í desember á síðasta ári. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Kaley Cuoco segir að henni hafi fundist það heldur klikkuð ákvörðun að taka upp þætti á Íslandi í desember. Cuoco var hér við tökur á annarri seríu af Flight Attendant á síðasta ári og segir það hafa komið sér á óvart að dagsbirtan varði aðeins í um þrjár klukkustundir. 

Cuoco var gestur Seth Meyers á dögunum og ræddu þau um nýju seríuna. Meyers hefur einnig farið til Íslands á svipuðum tíma og leikkonan og voru þau bæði hissa á myrkrinu. „Það var algjörlega magnað, en það var bjart í svona 90 mínútur,“ sagði Meyers. „Já, í bókstaflega þrjár klukkustundir,“ sagði Cuoco. Þau hlógu svo saman að því hversu lágt sólin rís yfir veturinn. 

Leikkonan segist hafa verið einstaklega heilluð af því hvernig jólastemningin var á Íslandi en hún segist sjálf vera mikill jólaálfur. Það sem kom henni meira á óvart en takmarkað sólskin voru hversu mikið er gert úr tröllum. 

„Það er mikill áhugi fyrir tröllum og það er alveg frekar skrítið. Það eru bara auglýsingaskilti með tröllum á, ég skildi þetta ekki alveg,“ sagði Cuoco. Þrátt fyrir tröllin og myrkrið var hún alveg heilluð og mælir með heimsókn til landsins. „Það er líka engin kórónuveira á Íslandi,“ bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert