Tyson lét hnefana tala í flugvél

Mike Tyson missti stjórn á skapi sínu um borð í …
Mike Tyson missti stjórn á skapi sínu um borð í flugvél. Reuters

Hnefaleikakappinn fyrrverandi Mike Tyson missti stjórn á skapi sínu í flugvél í Bandaríkjunum á miðvikudagskvöld. Tyson lét höggin dynja á karlmanni sem hafði verið að ónáða hann samkvæmt sjónarvottum. 

Atvikið átti sér stað í flugvél sem var á leið frá San Francisco á leið til Flórída. Tveir karlmenn höfðu komið auga á Tyson á leið inn í vélina og spjölluðu stuttlega við hann. Á einhverjum tímapukti fékk hnefaleikakappinn fyrrverandi nóg af þeim félögum sem reyndu að tala við hann linnulaust og lét hnefana tala.

Tyson og mönnunum tveimur var vísað frá borði og samkvæmd heimildum TMZ hafði lögreglan í San Francisco afskipti af þeim. Engar ákærur voru gefnar út en málið er nú til rannsóknar hjá lögreglustjóranum í San Mateo sýslu. 

mbl.is