Detoxar á Ítalíu og borðar 1.000 hitaeiningar á dag

Victoria Beckham elskar að detoxa á Ítalíu.
Victoria Beckham elskar að detoxa á Ítalíu. mbl.is/AFP

Tískumógúllinn Victoria Beckham hefur lagt það í vana sinn síðustu ár að fara í detox-ferðir til Ítalíu með reglulegu millibili.

Fyrrum kryddpían hefur skrásett verur sínar á einkarekna heilsuhótelinu Palace Merano í gegnum tíðina þar sem vikudvölin kostar um 9.000 sterlingspund, sem jafngilda einni og hálfri milljón íslenskum krónum. Hótelið er staðsett á Norður-Ítalíu og er staðsetningin margrómuð fyrir einstaka náttúrufegurð hvert sem litið er. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.

Detoxar til að halda heilsu

Frú Beckham segist sækja í detox-ferðir til að viðhalda heilbrigðum lífstíl. Á Palace Merano-hótelinu eru dvalargestir meðhöndlaðir með náttúrulegum hætti þar sem lífrænt ræktuð innihaldsefni og lyf eru eingöngu notuð. Victoria Beckham gaf aðdáendum ferðatímaritsins Condé Nast Traveler innsýn inn í starfsemi Palace Merano á Instagram um liðna helgi og fræddi þá um meðferðirnar sem hótelið býður upp á.

Sagði hún leðjubaðið hafa einstakan lækningamátt en hún lofsamaði einnig kínversku meðferðirnar sem framkvæmdar eru á heilsuhótelinu. Slíkar meðferðir sagði hún stuðla að góðu orkuflæði líkamans og að það hefði jákvæð áhrif á hennar heilsu miðað við þann lífstíl sem hún lifir þar sem mikill hraði er einkennandi.

Beckham er annt um mataræðið og einskorðast við að borða hollt grænmetisfæði og fer oftast ekki yfir 1.000 hitaeiningar á dag á meðan hún dvelur á Norður-Ítalíu. Þá hreinsar hún líkamann með 30 klukkustunda föstu og heldur sig alfarið frá dýraafurðum, koffíni, sykri og áfengi. 

Palace Merano-hótelið á Ítalíu.
Palace Merano-hótelið á Ítalíu. Skjáskot/Instagram
Stórbrotið útsýni er á umhverfis heilsuhótelið.
Stórbrotið útsýni er á umhverfis heilsuhótelið. Skjáskot/Instagram
Vikudvöl á hótelinu kostar eina og hálfa milljón.
Vikudvöl á hótelinu kostar eina og hálfa milljón. Skjáskot/Instagram
Magnesíum-bað hefur jákvæð áhrif á sogæðakerfið.
Magnesíum-bað hefur jákvæð áhrif á sogæðakerfið. Skjáskot/Instagram
Ýmsar heilsutengdar meðferðir eru í boði á hótelinu.
Ýmsar heilsutengdar meðferðir eru í boði á hótelinu. Skjáskot/Instagram
Sogæðanudd losar um bandvefi líkamans og hefur skilvirk áhrif á …
Sogæðanudd losar um bandvefi líkamans og hefur skilvirk áhrif á líkamsstarfsemina. Skjáskot/Instagram
Victoria Beckham reynir að forðast það að borða fleiri en …
Victoria Beckham reynir að forðast það að borða fleiri en 1000 hitaeiningar á dag. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert