72 ára gengur frá Feneyjum til Peking

Vienna Cammarota hóf á þriðjudag göngu sína frá Feneyjum á …
Vienna Cammarota hóf á þriðjudag göngu sína frá Feneyjum á Ítalíu til Peking í Kína. Ljósmynd/Facebook

Hin 72 ára gamla Vienna Cammarota lagði af stað frá Feneyjum á þriðjudag í lengsta ferðalag lífs. Ætlar hún að ganga leiðina sem feneyski kaupmaðurinn Marco Polo fór á 13. öld, frá Feneyjum til Peking í Kína, en leiðin er rúmlega 22 þúsund kílómetra löng. 

Mun ganga í gegnum 15 lönd á leið sinni og meðal annars ganga hinn margrómaða Silkiveg. Ef allt fer eftir áætlun ætti Cammarota að koma til Pekin í desember árið 2025. 

Cammorata hefur stundað fjallgöngur í yfir 30 ár og meðal annars gengið í Tíbet, Palestínu, Ísrael og Madagaskar. Í upphafi ferðar sagði hún við The Guardian að hún væri meira en tilbúin fyrir þetta langa ferðalag. 

„Ég finn alltaf sömu tilfinningar í upphafi ferðar,“ sagði hún. Hún gengur með bakpoka og ferður með myndavél á sér til að taka upp ferðalag sitt auk síma. 

„Ég mun mæta mörgum áskorunum á leiðinni, eins og kuldanum í Mongólíu, en ég er tilbúin.“

Frá norðurhluta Ítalíu mun hún ganga til Slóveníu, þaðan til Króatíu, Serbíu, Búlgaríu, Tyrklands, Georgíu, Íran, Túrkmenistan, Aserbaísjan, Úsbekistan, Kirgistan, Kasakstan, Mongólíu og allra síðast til Kína. Verður hún orðin 75 ára þegar hún kemur til Peking. 

Hún vonast til þess að finn sér næturgistingu á leiðinni og að fólk taki vel á móti henni. „Ekki af því ég er að reyna að spara pening, mig langar til að kynnast fólki og geta sagt beint frá fólkinu sem ég hitti á leiðinni,“ sagði Cammorata. 

Hún á þrjár dætur og þrjú barnabörn. Dætur hennar munu senda henni búnað og annað gegnlegt á leiðinni og heimsækja henni ef hún ákveður að dvelja lengur á einum stað en öðrum. 

Cammorata mun ferðast með ítalska fánann með sér auk þess úkraínska og segir gönguna vera friðargöngu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert