Ekki setja á þig sólarvörn áður en þú ferð á djammið í útlöndum

Vinur Remmingtons útataður í sólarvörn.
Vinur Remmingtons útataður í sólarvörn. Skjáskot/TikTok

Bráðfyndið TikTok-myndskeið gengur nú manna á milli en á myndskeiðinu má sjá vinahóp úti á skemmtanalífinu í Amsterdam, höfuðborg Hollands. Það eitt og sér er varla í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fleiri skemmtanaþyrstir einstaklingar geri ekki sömu mistök og einn úr tilteknum vinahóp.

Mistök hans voru algerlega ósýnileg þar til hann var kominn inn á næturklúbb og leit þá skyndilega út eins og draugur í allri ljósadýrð skemmtistaðarins. Vinur Remmingtons hafði borið á sig þó nokkuð magn af sólarvörn áður en hann skellti sér á djammið og átti það eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar. Fréttamiðillinn Daily Star greindi frá.

„Þegar vinur þinn er með aðeins of mikla sólarvörn á sér inni á næturklúbbi og það eru útfjólublá ljós inni á klósettinu þar,“ skrifaði TikTok-notandinn Jack Remmington við myndskeiðið sem sýndi þá félagana í góðum gír í Amsterdam. 

„Ráð til ykkar: Ekki bera á ykkur sólarvörn áður en þið farið á djammið.“ 

Myndskeiðin hér að neðan tala sínu máli en þau gætu þó auðvitað verið tilbúningur og í gríni gerð.

@jackremmington

The level of respect I have for him sticking it out

♬ Oh No - Kreepa



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert