Holmes í kossaflensi í New York

Katie Holmes er komin með kærasta.
Katie Holmes er komin með kærasta. AFP

Það er kominn nýr maður í líf leikkonunnar Katie Holmes ef marka má ljósmyndir sem náðust af þeim í New York-borg í Bandaríkjunum í síðustu viku. Parið sást kyssast úti á götu. 

Sá heppni heitir Bobby Wooten III og er tónlistarmaður. 

Parið virtist vera að njóta alls þess besta sem New York hefur upp á að bjóða og fóru á Guggenheim-safnið og gengu um Central Park. 

Holmes var áður gift stórleikaranum Tom Cruise og eiga þau saman dótturina Suri. Þá var hún sögð hafa verið í sambandi með leikaranum Jamie Fox en leiðir þeirra skildi árið 2019. 

Árið 2020 var greint frá því að hún væri með veitingamanninum Emilio Vitolo en þau hættu saman í maí á síðasta ári.

Wooten er bassaleikari og spilaði meðal annars í leikritinu American Utopia. Hann spilar nú á bassa í söngleiknum Moulin Rouge! The Musical. 

mbl.is