Dansaði nakinn á heilögu fjalli

Jeffrey Craigen dansaði á tindi Batur fjalls á Balí.
Jeffrey Craigen dansaði á tindi Batur fjalls á Balí. Ljósmynd/Unsplash/Juan Cruz

Kanadíski leikarinn Jeffrey Craigen hefur verið vísað á brott frá Balí í Indónesíó eftir að hann dansaði nakinn á heilögu fjalli á eyjunni og birti af því myndband á samfélagsmiðlum. 

Craigen hefur síðan þá eytt myndbandinu af sér og beðist afsökunar á athæfinu. Í myndbandinu var hann allsnakinn og dansaði hinn svokallaða „haka“ dans á fjallinu Batur. Fjallið er af innfæddum gríðarlega heilagt en haka dansinn er táknrænn siður Māori samfélaga. „Þegar þú skammast þín ekki fyrir að fólk sjáir þig nakinn, þá verður þú óttalaust barn Guðs,“ skrifaði hann við myndbandið. 

Myndbandið var tilkynnt til lögregluyfirvalda á Balí og Craigen var yfirheyrður á mánudag í síðustu viku. 

Craigen bíður þess nú að vera fluttur á brott frá Balí, en lögreglan í Denpasar segir yfirvöldum gangi illa að koma honum um borð í flugvél vegna þess að hann er óbólusettur við kórónuveirunni. Vilja flest flugfélög ekki hleypa honum um borð í vélar sínar af þeirri ástæðu. 

Til stendur einnig að setja hann á bannlista, sem þýðir að hann megi ekki ferðast til Balí í fyrirsjáanlegri framtíð. 

Craigen er leikari í Kanada og segir sjálfan sig einnig vera heilsugúru. Hefur hann farið með lítil hlutverk í þáttum á borð við Supernatural og iZombie. Hann hefur búið á Balí síðan árið 2019 og þurfti að fara endurnýja vegabréfsáritun sína til að fá að vera lengur á eyjunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert