Snéru við vegna flugmanns án réttinda

Virgin Atlantic
Virgin Atlantic Ljósmynd/Bill Abbott

Óvenjulegt atvik átti sér stað í flugi flugfélagsins Virgin frá London til New York á mánudag. Í ljós kom að flugmaðurinn var ekki með tilskilin leyfi til að fljúga flugleiðina. Hann hafði ekki lokið lokamatsflugi. Málið komst upp þegar vélin hafði flogið í tæpa klukkustund. Vélin sem er af tegundinni Airbus 380 var snúið við og lenti hún aftur á Heatrow. 

Fjölmiðlafulltrúi Virgin segir að flugmaðurinn sé full þjálfaður og sé með leyfi til að fljúga, því hafi öryggi flugsins ekki verið ógnað. Hann hafði hins vegar ekki tilskilin réttindi til að fljúga alla leið til Ameríku. 

Farþegar voru allt annað en sáttir með atvikið og þurftu að þeir að bíða á flugbrautinni á Heathrow eftir öðrum flugmanni. „Við viljum afsaka óþægindin sem hafa átt sér stað sem hafa valdið tveggja tíma og 40 mínútna seinkun, þetta átti sér stað vegna breytinga á áhöfn,“ sagði í afsökunarbeiðni frá flugfélaginu til farþega. 

Skjáskot/FlightRadar24
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert