Lifðu eins og breskur aðall í franskri villu

Crawley fjölskyldan fer í frí til Suður-Frakklands í nýjustu Downton …
Crawley fjölskyldan fer í frí til Suður-Frakklands í nýjustu Downton Abbey kvikmyndinni. Ljósmynd/Focus Features LLC

Aðdáendur Downton Abbey eiga möguleika á því að gista í frönsku glæsivillunni sem er í kvikmyndinni Downton Abbey: A New Era. Villan er áberandi í kvikmyndinni sem frumsýnd var í lok apríl. Þá fer fjölskyldan í frí til Suður-Frakklands þar sem Rocabella-villan er.

Frá villunni er gott útsýni yfir Miðjarðarhafið og við hana er einkastönd. Í húsinu er upphituð úti sundlaug, arin, jóga pallur og petanque völlur. Nóttin er ekki ókeypis en hún kostar 19.000 sterlingspund eða 3,1 milljón íslenskra króna. Fyrir þá sem hugnast gista þar í viku kostar það tæpar 7 milljónir króna eða 42.000 pund.

Alls geta 46 gestir dvalið í villunni. Þeir sem leigja húsið fá einnig þjónustu einkakokks og þernu. Við einkaströndina er hægt að fara að kafa, sigla, fara á flugdrekabretti eða róðrabretti.   

Villan er stórglæsileg.
Villan er stórglæsileg. Ljósmynd/Rocabella.fr

Franskur tæknirisi á húsið og keypti það á 2 milljarða árið 2020. Hann keypti það með það í huga að halda ráðstefnur og einkaviðburði fyrir ríka fólkið. 

Áhugasöm geta kynnt sér villuna nánar á vefsíðu hússins

Gestir þurfa ekki að láta sér leiðast.
Gestir þurfa ekki að láta sér leiðast. ljósmynd/rocabella.fr
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert