Vormenn og fleiri koma af fjöllum

Á Höttu í Mýrdal. Frá vinstri: Félagarnir Jón Steindór Valdimarsson, …
Á Höttu í Mýrdal. Frá vinstri: Félagarnir Jón Steindór Valdimarsson, Þórður Gísli Ólafsson, Haraldur Gunnarsson og Haukur Valdimarsson. Ljósmynd/Aðsend

Gönguhópurinn Komum af fjöllum var stofnaður í ársbyrjun 2021 í þeim tilgangi að auka kraft og þol göngumanna og vel hefur tekist til, að sögn Hauks Valdimarssonar, læknis á öldrunarlæknadeild Landspítala. „Við settum saman fámennan hóp til þess að æfa okkur á útmánuðum í þeim tilgangi að vera sprækir þegar vorið kæmi og gætum þá gengið á fjöll.“

Hópurinn var til upp úr umræðum lækna á sameiginlegum vinnustað. „Við Jens Magnússon byrjuðum að tala um að við ættum að stofna gönguhóp og eftir að Böðvar Örn Sigurjónsson tók undir með okkur varð ekki aftur snúið.“

Vilja reyna á sig

Félagarnir ganga saman vikulega, aðra hverja helgi og annan hvern mánudag, fyrst og fremst á fellum og fjöllum í grennd við höfuðborgarsvæðið.

Í Grindarskörðum. Frá vinstri: Göngugarparnir Magnús Ingimundarson, Skúli Már Sigurðsson, …
Í Grindarskörðum. Frá vinstri: Göngugarparnir Magnús Ingimundarson, Skúli Már Sigurðsson, Böðvar Örn Sigurjónsson, Þórarinn Harðarson, Haraldur Gunnarsson, Jón Steinar Jónsson og Jens Magnússon. Ljósmynd/Aðsend

„Við viljum hafa smá bratta til þess að menn reyni aðeins á sig,“ segir Haukur og bætir við að reikna megi með að þrír til fjórir tímar fari í hverja göngu frá því menn fari að heiman frá sér og þar til þeir komi aftur heim. Í Dymbilvikunni hafi þeir til dæmis gengið á Esjuna, farið upp að Steini, og útivistin hafi varað í um þrjá tíma. Í kvöld er stefnan sett á Grímannsfell í Mosfellssveit og gengið verður á Hvalfell á laugardaginn.

Félagarnir eru almennt í góðu formi en misjafnlega góðu eins og gengur. Flestir eru vanir göngumenn en Haukur segir að hver og einn velji sér sinn hraða. „Stundum teygist á hópnum en það er allt í lagi því við förum þannig leiðir að menn rata.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 25. apríl. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »