Cannon undirbýr komu áttunda barnsins á Bahamas

Nick Cannon
Nick Cannon AFP

Þáttastjórnandinn Nick Cannon og unnusta hans Bre Tiesi fóru í frí til Bahamaeyja á dögunum. Fóru þau þangað til að fagna 30 ára afmæli Tiesi og til að njóta sín áður en fyrsta barnið þeirra fæðist. Cannon á fyrir sjö börn en þetta er fyrsta barn Tiesi. Parið á von á dreng. 

Þau voru einnig gestgjafar eins árs afmælis Sugar Factory American Brasserie á Bahamaeyjum. Cannon var plötusnúður fyrir viðburðin og á meðan gæddi hin ólétta Tiesi sér á ís sem samansettur var af 24 mismunandi ískúlum.

Cannon á sjö börn með fjórum mismunandi konum. Tvíburana Monroe og Moroccan á hann með söngkonunni Mariuh Carey. Hann á líka tvö börn með Brittany Bell, Golden 'Sagon' og Powerful Queen. Tvíbura drengina Zion og Zillion á hann með Abby De La Rosa. Hann eignaðist soninn Zen með fyrirsætunni Alyssu Scott, en hann lést aðeins fimm mánaða úr heilaæxli.

Söngdívan Mariah Carey og fyrrverandi eiginmaður hennar, Nick Cannon, eiga …
Söngdívan Mariah Carey og fyrrverandi eiginmaður hennar, Nick Cannon, eiga saman tvíbura sem komu í heiminn árið 2011. Skjáskot / Elle
mbl.is