Langar þig að gista í Rauðu myllunni?

Ljósmynd/airbnb

Hin sögufræga Moulin Rouge eða Rauða myllan í París, hefur alla tíð verið lokuð almenningi. Leiguvefurinn Airbnb hefur ákveðið að efna til happdrættis. Þá gefst almenningi tækifæri til að bóka eina nótt á 1 evru sem jafngilda um 138 íslenskum krónum. Það verða þó aðeins þrír heppnir vinningshafar valdir af þeim sem bóka nótt. Þeir fá að fá að gista í myllunni frægu sem státar af öllum helstu þægindum.

Moulin Rouge öðlaðist heimsfrægð þegar kvikmynd sem ber sama nafn kom út árið 2001. Aðalleikarar myndarinnar voru Nicole Kidman og Ewan McGregor. Þessi rómantíska mynd hefur gert Rauðu mylluna ódauðlega og nú getur þú fengið möguleika á að gista í henni – ef heppnin verður með þér. 

Fyrir þá heppnu sem vinna gistingu fylgir einkaferð um leikhúsið fræga og hljóta bestu sætin í húsinu fyrir sýninguna. Einnig verður í boði að taka myndir af sér á sviðinu og möguleiki á að hitta aðal dansarann, Claudine Van Den Bergh, baksviðs. Herbergið sem viðkomandi fær að sofa í er prýddur sama sjarma og þekktist árið 1890.

Gestir geta bókað eina nótt af þeim þremur sem er í boði. Hægt er að bóka 17. júní, 20. júní eða 27. júní. Bókanir opnast þann 17. maí klukkan 17:00 á Airbnb.

Þetta rúm er draumi líkast
Þetta rúm er draumi líkast Ljósmynd/airbnb
Herbergið er skreytt til að láta þér líða eins og …
Herbergið er skreytt til að láta þér líða eins og þú sért þar árið 1980 Ljósmynd/ airbnb
Ljósmynd/airbnb
Notalegt og rómantískt úti svæði
Notalegt og rómantískt úti svæði Ljósmynd/airbnb
mbl.is