Birgitta Líf og Enok í ástarfríi á Tenerife

Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Vatnar Jónsson.
Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Vatnar Jónsson. Skjáskot/Instagram

Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir nýtur lífsins á Tenerife um þessar mundir. Birgitta Líf fer oft til Tenerife en að þessu sinni er nýi kærastinn með í för, Enok Vatn­ar Jóns­son. 

Birgitta Líf birti myndir af sér með ástinni sinni í bátsferð í gær. „Bátadagur,“ skrifaði stjarna. Á myndinni er hún í hvítum fötum sem hæfir góðri bátsferð með tösku frá Louis Vuitton. Í sögu á Instagram má sjá turtildúfurnar njóta á bátnum. „Ástin,“ eða „Baby,“ skrifaði Birgitta Líf við mynd af Enok á bátnum. 

Birgitta Líf og Enok hafa vakið mikla athygli að undanförnu. Fréttir af sambandi þeirra birtust í fjölmiðlum í lok mars en aldursmunurinn vakti sérstaka athygli. Birgitta Líf er níu árum eldri en Enok sem er fæddur 2001. 

mbl.is