Felix og Baldur ástfangnir í Tórínó

Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson voru sáttir í Tórínó.
Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson voru sáttir í Tórínó. Skjáskot/Instagram

Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, nýtur þess að vera á Ítalíu. Í gær var rólegur dagur eftir strembna viku og náði hann að verja tíma með eiginmanni sínum, Baldri Þórhallssyni prófessor í stjórnmálafræði. 

Sagðist Felix njóta þess að vera í fallegu borginni Tórínó með ástinni sinni og birti meðal annars mynd af sér og Baldri í góða veðrinu. Það er einstaklega gott veður í Tórínó núna en í dag nær hitinn allt að 27 stigum. 

Systur sungu sig inn í úrslit á þriðjudagskvöldið. Íslenski hópurinn fékk því frídag í gær og dagurinn í dag er einnig rólegur. 

mbl.is