Skellti sér á sjóþotu ólétt

Britney Spears skellti sér til Mexíkó.
Britney Spears skellti sér til Mexíkó. AFP

Tónlistarkonan Britney Spears og unnusti hennar, leikarinn Sam Asghari, njóta þess að ferðast og vera til áður en þau eignast barn saman. Turtildúfurnar voru staddar í rómantísku fríi í Mexíkó í vikunni. 

Spears sást leika sér á sjóþotu (e. Jet Ski) í Cabo San Lucas í Mexíkó á mánudaginn að því fram kemur á vef Daily Mail. Unnusti hennar skemmti sér sömuleiðis vel á tryllitækinu. Þau sáust einnig njóta þess að vera á fallegri ströndinni í góðum félagsskap. Staðurinn er þekktur fyrir að vera í uppáhaldi hjá stjörnunum enda stutt frá Kaliforníu. 

Spears og Asghari trúlofuðu sig í september eftir fimm ára samband. Þau eiga núna von á sínu fyrsta barni saman. Tónlistarkonan var í víðum hvítum bol á ströndinni svo ekki sást móta fyrir kúlunni í Mexíkó. 

Unnustinn Sam Asghari var með Spears í Mexíkó.
Unnustinn Sam Asghari var með Spears í Mexíkó. AFP
mbl.is