Stærsta breyting Airbnb í áratug

Airbnb var að breyta til.
Airbnb var að breyta til. AFP

Forstjóri Airbnb, Brian Chesky, tilkynnti í vikunni breytingu á útliti leigumiðlun­ar­vefsíðunnar Airbnb. Lýsti Chesky breytingunni á síðunni sem stærstu breytingu sem gerð hefði verið á vefsíðunni í áratug. 

„Í dag kynnum við stærstu breytingu á Airbnb í áratug,“ skrifaði Chesky á Twitter í vikunni og deildi myndskeiði sem útskýrir meðal annars nýja hönnun síðunnar. Á vefsíðu Airbnb kemur fram að nú sé hægt að velja húsnæði út frá fjölmörgum flokkum sem tengjast áhuga fólks. Flokkarnir eru til dæmis fallegt útsýni, söguleg hús, strendur, vínekrur, píanó, skíði og svo lengi mætti telja. 

Fleiri nýjungar voru kynntar í vikunni þar á meðal valkosturinn Split Stays. Sá möguleiki kemur upp þegar leitað er eftir húsnæði í lengri tíma. Þá var ný trygging einnig kynnt til leiks. mbl.is