Lundúnir að hætti Kim Cattrall

Kim Cattrall þekkir Lundúnir vel.
Kim Cattrall þekkir Lundúnir vel. AFP

Í nýjustu þáttaröðinni af Beðmálum í borginni er Samantha Jones flutt til Lundúna og leikkonan Kim Cattrall víðs fjarri. Svo vill hins vegar til að leikkonan þekkir borgina afar vel eftir að hafa unnið þar. Hún mælir með nokkrum skemmtilegum hlutum sem hægt er að gera í borginni. 

Cattrall mælir með því að skoða það sem National Trust býður upp á. Hún lýsti því í viðtali við E! fyrir nokkrum árum hversu yndislegt það væri að skoða falleg hús og yndislega garða sem National Trust heldur utan um víðsvegar á Bretland. 

Leikkonan mælir einnig með því að skella sér á hinn skemmtilega Borough Market á laugardögum. Markaðurinn er einn skemmtilegasti matarmarkaðurinn í Lundúnum og kunni Cattrall vel að meta hann. Hún mælir með að kanna matarbásana og fá sér hádegismat eða léttan bita á matarmarkaðnum. 

Stjarnan mælir með að fara í leikhús og ekki bara á söngleiki. Hún mælir með leikhúsum á borð við The Old Vic, Breska þjóðleikhúsinu og The Royal Court. 

Hvað á að gera í Lundúnum?
Hvað á að gera í Lundúnum? AFP
mbl.is