Tíu hlutir sem gott er að hafa í handfarangri

Handafarangur.
Handafarangur. Ljósmynd/Pexels/Vlada Karprovich

Ferðavefurinn hefur tekið saman tíu hluti sem gott er að hafa með í handfarangri. Ekki má þó gleyma öllum nauðsynjalegum gögnum eins og vegabréfi og öðrum ferðagögnum. Það er alltaf gott að vera vel undirbúin þegar maður fer á vit ævintýranna. Á listanum eru hlutir sem geta gert ferðalagið þitt auðveldara.  

1. Auka nærföt og sokka. Það kemur fyrir að töskur týnist og þá er gott að hafa vaðið fyrir neðan sig. 

2. Persónulegar hreinlætisvörur. Tannbursta og tannkrem. Svitalyktareyði (passa að allur vökvi sé undir 100ml) 

3. Sótthreinsi. Það er margir sem ferðast um flugvelli og með flugvélum og því gott að passa uppá hreinlætið sitt.  

4. Heyrnatól. Það er ekki vinsælt að spila efnið sitt á hátalara fyrir alla vélina. 

5. Hleðslubanki og snúra. Það eru ekki hleðslustöðvar í öllum vélum og gott að hafa alltaf nægt batterí á símanum sínum.  

6. Snarl. Gott að hafa nesti með sem þér þykir gott og er þægilegt að grípa í.

7. Greiðslukort. Það er hægt að borga með símanum á flestum stöðum erlendis og hér heima, en ekki allsstaðar.  

8. Afþreyingu. Góða bók, prjón, spil eða myndefni á síma.(Ekki gleyma að hlaða niður efni fyrir brottför)

9. Vatnsbrúsi. Það er hægt að fylla á brúsann áður en þú ferð um borð í vélina.  

10. Penna. Það er alltaf hentugt að hafa penna meðferðis í ferðalögum, þú veist aldrei hvenær þú gætir þurft að nota hann. Á sumum áfangastöðum þarf að fylla út skjöl fyrir lendingu. 

Hvað er gott að hafa í handfarangri.
Hvað er gott að hafa í handfarangri. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is