Er á langflottasta hótelinu

Eva Longoria á einn son kann gott að meta.
Eva Longoria á einn son kann gott að meta. AFP

Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst í vikunni. Leikkonan Eva Longoria er auðvitað mætt á svæðið og dvelur á einu besta hótelinu á frönsku Rivierunni. Hótelið sem Longoria dvelur á heitir Hôtel Martinez og er að sjálfsögðu fimm stjörnu hótel. 

Longoria slakaði á í sólbaði í Cannes á mánudaginn og fór aðeins að versla. Hún lá þó ekki bara í leti og tók meðal annars æfingu við strandlengjuna frægu í hitanum. 

Eins og sjá má á myndunum er lúxushótelið sem hún dvelur á eitt það flottasta í bænum og á gríðarlega vel staðsett. 

mbl.is