Prinsinn ekki reyndur barþjónn

Kamilla hertogaynja og Karl Bretaprins í burggverksmiðjunni á St. Johns.
Kamilla hertogaynja og Karl Bretaprins í burggverksmiðjunni á St. Johns. AFP

Karl Bretaprins og Kamilla hertogaynja eru nú stödd í Kanada í tilefni af 70 ára drottningarafmæli Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Hjónin eru í þriggja daga ferð og hafa meðal annars heimsótt brugghús í Quidi Vidi á St. Johns eyju á Nýfundnalandi.

Í heimsókn sinni í brugghúsið dældu þau Karl og Kamilla hvort sínum bjórnum og skellihló Karl yfir því að árangur hans í því virtist ekki vera framúrskarandi. 

Á St. Johns hittu hjónin einnig Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og Mary Simons, fyrsta ráðherra Kanada sem er af ættum frumbyggja. Mikið hefur verið rætt um meðferð kanadískra stjórnvalda á frumbyggjum í ferðinni en undanfarið árið hafa fjölmargar fjöldagrafir barna af frumbyggjaættum í Kanada. 

Karl lagði áherslu á í ræðu sinni að gera þyrfti upp þessa myrku forsíð stjórnvalda og stefna að því að gera betur íf ramtíðinni. 

Karl virðir fyrir sér bjórglösin, hann dældi í glasið hægra …
Karl virðir fyrir sér bjórglösin, hann dældi í glasið hægra megin á myndinni. AFP
Karl er kannski prins, en hann er ekki reyndur barþjónn.
Karl er kannski prins, en hann er ekki reyndur barþjónn. AFP
Karl Bretaprins og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Karl Bretaprins og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert