Tanja Ýr fór í Vestfjarðareisu með kærastanum

Tanja Ýr eyðir jólunum í Bandaríkjunum.
Tanja Ýr eyðir jólunum í Bandaríkjunum. Skjáskot/Instagram

At­hafna­kon­an og áhrifa­vald­ur­inn Tanja Ýr Ástþórs­dótt­ir sýndi kærastanum sínum Ryan Ísland á dögunum. Parið sem býr í Bretlandi fór í tveggja daga ferð um Vestfirði. Þrátt fyrir heldur knappan tíma náðu þau að gera ansi mikið. 

„Við náðum að gera heldur mikið á tveimur dögum. Við fengum svo sturlað veður að við vildum líka njóta sólarinnar og sitja úti en þar af leiðandi náðum við ekki að skoða meira,“ skrifaði Tanja Ýr og deildi því sem þau gerðu í sögu á Instagram.

Ferðalangar á leið til Vestfjarða í sumar geta nýtt sér ferðaplan Tönju Ýrar sem innblástur. Parið baðaði sig í náttúrulauginni Hellulaug, skoðaði fossinn Dynjanda. Þau sáu lunda í Látrabjargi. Nutu lífsins á Rauðasandi. Þau kíktu á Ísafjörð og Patreksfjörð. Fengu sér kaffi og vöfflur á kaffihúsinu Litlabæ. Að lokum fóru þau í sund í Heydal. 

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

mbl.is