Langveik börn fljúga frítt með Niceair

Niceair og Umhyggja, félag langveikra barna, eru komin í samstarf.
Niceair og Umhyggja, félag langveikra barna, eru komin í samstarf.

Flugfélagið Niceair, sem áformar millilandaflug frá Akureyri í sumar, er komið í samstarf við Umhyggju, félag langveikra barna, sem felst í því að bjóða langveikum börnum og fjölskyldum þeirra sérstök kjör á utanlandsferðum með félaginu.

Frá þessu samstarfi er greint á vef Umhyggju. Þar er lýst mikilli ánægju með samkomulagið en samkvæmt því geta langveik börn flogið frítt með Niceair á alla áfangastaði og foreldrar og/eða forráðamenn fá 50% afslátt í sömu ferð. Áfangastaðir Niceair í sumar eru Kaupmannahöfn, Tenerife og London en næsta vetur stendur til að fljúga til Kaupmannahafnar, London og Manchester.

Stefnt er að jómfrúfluginu í næsta mánuði. Niceair hefur fest kaup á Airbus A319-vél með 150 flugsætum.

Framkvæmdastjóri Niceair er Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Hann er meðal stofnenda, auk ýmissa norðlenskra fyrirtækja á borð við KEA, Höld, Kaldbak, Norlandair og Ferðaskrifstofu Akureyrar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »