Á Íslandi vegna brúðkaupsafmælisins?

Pricilla Chan og Mark Zuckerberg fögnuðu tíu ára brúðkaupsafmæli í …
Pricilla Chan og Mark Zuckerberg fögnuðu tíu ára brúðkaupsafmæli í gær. Skjáskot/Instagram

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, móðurfyrirtækis Facebook, og eiginkona hans Pricilla Chan fögnuðu 10 ára brúðkaupsafmæli sínu í gær, fimmtudag. Samkvæmt heimildum mbl.is var Zuckerberg staddur á Íslandi fyrr í vikunni, mögulega að fagna brúðkaupsafmælinu. 

Mikill viðbúnaður var á Akureyrarflugfvelli á þriðjudag vegna komu einkaþotu í eigu Zuckerbergs. Þá fór þyrla frá Deplum á Tröllaskaga yfir til Akureyrarflugvallar fyrr um daginn. 

Zuckerberg hefur ekkert tjáð sig um hvar þau hjónin héldu upp á brúðkaupsafmælið en birti fallega mynd af þeim í tilefni dagsins. 

Deplar Farm hefur verið gríðarlega vinsæll áfangastaður á meðal ríka og fræga fólksins undanfarin ár og fyrir faraldur heimsótti hver stórstjarnan á fætur annari staðinn. Það væri því ekki bráðónýtt fyrir hin lukkulegu hjón að halda upp á áfangann þar.

View this post on Instagram

A post shared by Mark Zuckerberg (@zuck)

mbl.is