Mikið stuð á toppnum

Daníel Þór Valsson á háum hælum á Móskarðshnjúkum. Bestu myndirnar …
Daníel Þór Valsson á háum hælum á Móskarðshnjúkum. Bestu myndirnar eru verðlaunaðar. Ljósmynd/Aðsend

Pólfarinn Haraldur Örn Ólafsson leiðir starfsmenn Origo í gegnum skemmtilega gönguáskorun. Verkefnið teygir sig yfir sex vikur og í hverri er eitt fjall eða fell toppað. 

Haraldur heldur vikulegt fræðsluerindi um tind vikunnar, veitir ráðleggingar um nauðsynlegan búnað fyrir gönguna og fer yfir allar öryggisreglur. Starfsfólk fer í gönguna ýmist með samstarfsfélögum, fjölskyldu eða vinum.

„Origo leggur ríka áherslu á umhverfismál í sínu daglega starfi og leggur sitt af mörkum í þágu sjálfbærrar þróunar. Því var ákveðið að setja á laggirnar loppumarkað þar sem starfsfólk getur selt, gefið og keypt notaðan útivistarfatnað hvort af öðru. Þannig fær útivistarfatnaðurinn framhaldslíf og allir ættu að finna sér fatnað fyrir ævintýri sumarsins,“ segir Birta Aradóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Origo.

„Þetta er skemmtileg framtak hjá fyrirtækinu að vera með fjallaloppuna. Þannig að fjallaáskorunin er ekki eingöngu heilsuefling fyrir starfsfólk, heldur gefst okkur líka tækifæri á að endurnýta útivistarfatnað og sýna ábyrgð í umhverfismálum,“ segir Birta ennfremur.

Starfsfólkið sátt í gögnu í Reykjadal.
Starfsfólkið sátt í gögnu í Reykjadal. Ljósmynd/Aðsend

Góð stemning hefur myndast hjá hópnum og mikið af skemmtilegum myndum verið deilt á toppnum eða leiðarenda göngunnar. Þetta hefur gert það að verkum að þeir starfsmenn sem höfðu ekki mikinn áhuga á fjallamennsku, hafa ákveðið að slá til og byrjað að ganga tinda á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring. Veitt eru verðlaun fyrir frumlegustu myndina í hverri viku. Einnig eru veitt verðlaun fyrir teymi vikunnar og göngugarpar verðlaunaður. Fjallaáskorunin endar svo á útivistardegi þar sem starfsfólk gengur saman síðasta tindinn og fagnar svo með grilli og glensi eftir á.

„Það er búin að vera alveg frábær þátttaka hjá starfsfólki Origo í þessari áskorun. Við byrjuðum með fjallaverkefnið í fyrra í Covid til að halda uppi góðum starfsanda. Verkefnið fór svona rosalega vel í mannskapinn, enda mikið af keppnisfólki og hreyfifíklum sem vinna hjá okkur, þannig við ákváðum að endurtaka áskorunina aftur í ár,“ segir Eva Demireva sérfræðingur í mannauðsdeild Origo.

Móskarðhnjúkar voru á listanum.
Móskarðhnjúkar voru á listanum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert