Staðir sem gæsir elska

Hver á að gæsa?
Hver á að gæsa? Ljósmynd/Colourbox

Það er alveg búið að fara með verðandi brúðir í Kringluna að sníkja smokka. Í dag fara alvöru gæsaveislur fram erlendis. Í raun eru þessar ferðir bara ágætis afsökun til að fara í utanlandsferðir. Frakkland, Argentína og Kosta Ríka bjóða upp á æðislega staði fyrir gæsir og vinkonur. 

Sumir áfangastaðir eru betri en aðrir til þess að verja síðustu dögunum sem ógift kona að því fram kemur á vef Travel and Leisure. Það getur verið tímafrekt og dýrt fyrir flestar verðandi brúðir og vinkonur að skella sér til Mexíkó en París og Amsterdam er raunhæft. 

Miami í Bandaríkjunum

Las Vegas er þekktur áfangastaður fyrir alvöru steggjapartí. Miami er fyrir alvöru skvísur. 

Miami.
Miami. AFP

New York í Bandaríkjunum

Það er hægt að gera allt í stóra eplinu og því fullkomið að fara til New York. Þar er hægt að versla, fara í heilsulind, fara í Central Park, fara á safn og gera vel við sig í mat og drykk. 

New York.
New York. AFP

Amsterdam í Hollandi

Amsterdam er ein skemmtilegasta borg Evrópu og því ætti vinkonuhópum ekki að leiðast þar. Ef það er ekki stemning fyrir að hanga á „kaffihúsum“ er hægt að kíkja á söfn á daginn og djammið á kvöldin. 

Amsterdam.
Amsterdam. mynd/thinkstock

Cabo San Lucas í Mexíkó

Hollywoodstjörnur elska sumarleyfisstaðinn og því er ólíklegt að gæsir og vinkonuhópar fúlsi við sama lúxus. 

Cabo San Lucas í Mexíkó.
Cabo San Lucas í Mexíkó. Ljósmynd/Unsplash.com/Roberto Nickson

París í Frakkland

París er ekki bara fyrir elskendur heldur líka fyrir stelpur sem elska tísku, list og makkarónur. Það er hægt að njóta síðustu dagana fyrir hjónalífið með vinkonuhópnum á skemmtilegan hátt í höfuðborg tískunnar. 

París er skemmtileg borg.
París er skemmtileg borg. AFP

Providenciales á Turks- og Caicos­eyj­um

Just­in og Hailey Bie­ber elska eyjarnar. Á áfangastaðnum er hægt að liggja á ströndinni og baða sig í gullfallegum sjónum. 

Stjörnurnar elska Turks- og Caicos­eyjar.
Stjörnurnar elska Turks- og Caicos­eyjar. AFP

Napa í Bandaríkjunum

Það er nauðsynlegt að drekka mikið vín í gæsaferðum og því er Napa-dalurinn Kaliforníu tilvalinn staður. Í leiðinni er hægt að skella sér í spa.

Hotella Nutella í Napa-dalnum.
Hotella Nutella í Napa-dalnum.

Nosara í Kosta Ríka

Kosta Ríka er réttur staður fyrir brúðir sem elska að fara á brimbretti og stunda jóga. Eða bara fyrir vinkonuhópa sem finnst skemmtilegt að fara á framandi slóðir og skoða fallega náttúru. 

Það er fallegt í Kosta Ríka.
Það er fallegt í Kosta Ríka. AFP

Bangkok í Taíland

Flugið er kannski langt en það er virkilega skemmtilegt að vera í borginni. Götubitinn er góður og djammið enn betra. 

Bangkok.
Bangkok. AFP

Buenos Aires í Argentínu 

Borgin er ein sú mest spennandi í Suður-Ameríku og ætti vinkonuhópar að hafa nóg að gera í borginni. Það er hægt að borða mikið nautakjöt og drekka endalaust af rauðvíni í Argentínu. Eftir góðan verslunardag er hægt að stíga smá tangó. 

Buenos Aires.
Buenos Aires. Ljósmynd/Unsplash.com/Nestor Barbitta

Vancouver í Kanda

Vancouver er oft í skugga Montreal en Vancouver er sögð frábær fyrir gæsaferðir. Í borginni er mjög gott listalíf og margir mjög skemmtilegir veitingastaðir. 

Vancouver í Kanada.
Vancouver í Kanada. Ljósmynd/Unsplash.com/Lee Robinson
mbl.is