Ætlar að toppa systur sína

Mach Rutherford flýgur umhverfis heiminn einn síns liðs
Mach Rutherford flýgur umhverfis heiminn einn síns liðs Ljósmynd/Instagram

Hinn 16 ára Mack Rutherford ætlar að verða yngsti karlmaðurinn til að fljúga einn síns liðs í kringum heiminn. Rutherford kemur úr flugmannafjölskyldu og flaug fyrst flugvél þegar hann var aðeins sjö ára gamall, þá sat hann við hlið föður síns.

„Ég vona að ég geti hvatt ungt fólk til þess að fylgja draumunum sínum með þessari ferð,“ segir ungi flugmaðurinn.

Hann varð flugmaður aðeins 15 ára og varð þá yngsti flugmaður heims. Hann stefnir á að feta í fótspor eldri systur sinnar Zöru en hún er yngsta konan til að fljúga í kringum heiminn. Því meti náði á síðasta ári þegar hún var 19 ára gömul. Yngsti karlmaðurinn sem hefur afrekað þetta er Travis Ludlow og náði hann því á síðasta ári, 18 ára gamall. 

Ruthford hóf flug nálægt borginni Sofíu í Ungverjalandi í mars. Hann er núna í Kenía og mun heimsækja fjögur önnur Afríkulönd áður en hann flýgur til miðausturlanda Asíu og Norður Ameríku áður en hann flýgur svo aftur heim til Evrópu.   

Það er hægt að fylgjast með ferðalaginu hans á Instagram

View this post on Instagram

A post shared by MackSolo (@macksolo2022)

mbl.is