Með huldukonu á frönsku rivíerunni

AFP

Leikarinn Jamie Foxx virðist vera að njóta sín í botn á kvikmyndahátíðinni í Cannes ef marka má myndir sem náðust af honum og huldukonu á glæsisnekkju á frönsku rivíerunni. 

Samkvæmt heimildum Page Six sást huldukonan deila kossum og hlátri með Foxx, en þau skelltu sér meðal annars á sjókött og virtust skemmta sér konunglega. 

Foxx var áður með leikkonunni Katie Holmes, en leiðir þeirra skildi árið 2019 eftir sex ára samband. 

mbl.is