Verður þetta vinsælasti staðurinn í sumar?

Verða Skógarböðin vinsælasti baðstaðurinn í sumar?
Verða Skógarböðin vinsælasti baðstaðurinn í sumar? Aðsend/Axel Þórhallsson

Skógarböðin við rætur Vaðlaheiðar í Eyjafirði opnuðu á sunnudag. Eru þetta enn ein böðin sem bætast við í litríka flóru íslenskra baðstaða og gæti vel verið að Skógarböðin verði heitasti áfangastaður innlendra sem og erlendra ferðamanna á Íslandi í sumar. 

Skógarböðin hafa mikla sérstöðu, en líkt og nafnið gefur til kynna eru þau umvafin þéttvöxnum skógi. Frá böðunum er svo glæsilegt útsýni yfir fjörðinn og Akureyri. 

Skógarböðin eru umvafin þéttvöxnum skógi við rætur Vaðlaheiðar.
Skógarböðin eru umvafin þéttvöxnum skógi við rætur Vaðlaheiðar. Aðsend/Axel Þórhallsson

Vinsældir hvers kyns baða hafa vaxið á síðustu árum enda hefur fjöldi baða bæst í flóruna. Sjóböðin á Húsavík og Vök Baths skammt frá Egilsstöðum hafa verið vinsæl undanfarin sumur en nú er komin hörð samkeppni í Eyjafirðinum. 

Á síðasta ári opnaði svo Sky Lagoon í Kópavogi og hefur lónið verið með eindæmum vinsæll baðstaður, bæði á meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna.

Sjóböðin á Húsavík, Vök Baths og Krauma hafa notið mikilla …
Sjóböðin á Húsavík, Vök Baths og Krauma hafa notið mikilla vinsælda síðustu sumur. Samsett mynd
mbl.is