Borðaðu á sama stað og heitasta par í heimi

Kim Kardashian og Pete Davidson kunna gott að meta.
Kim Kardashian og Pete Davidson kunna gott að meta. AFP

Stjörnuparið Kim Kardashian og Pete Davidson skellti sér til Lundúna í dögunum. Þau fóru á afslappað stefnumót á mánudagskvöldið á veitingastaðinn The River Café. Veitingastaðurinn er einn frægasti veitingastaðurinn í London og gestirnir enn frægari. 

Veitingastaðurinn er staðsettur við bakka Thames í hverfinu Hammersmith. Húsnæði veitingastðarins var áður gömul verksmiðjubygging. Á veitingastaðnum er hægt að gæða sér á guðdómlegum ítölskum mat sem er auðvitað með Michelin-stjörnu. 

Til marks um vinsældir staðarins þá er stjörnukokkurinn Ruth Rogers, eigandi staðarins, með vinsælt hlaðvarp sem heitir Table 4. Þar ræðir hún meðal annars við fastagesti staðarins sem eiga það sameiginlegt að vera frægir einstaklingar. Pete Davidson hefur meðal annars mætt í hlaðvarpsþáttinn. Knattspyrnukappinn David Bekcham hefur einnig mætt sem og eldhúsgyðjan Nigella Lawson. mbl.is
Loka