Hótelherbergi sem allir ættu að forðast

Hótelherbergi geta verið misjöfn að gæðum. Ef maður vill góðan …
Hótelherbergi geta verið misjöfn að gæðum. Ef maður vill góðan svefn þá vill maður ekki vera í herbergi nálægt lyftu. Unsplash.com/Linus Mimietz

Sérfræðingar eru sammála um að sum hótelherbergi eru betri en önnur. Sum herbergi eru þó talsvert verri en önnu og gestir ættu að vera meðvitaðir um að forðast þau.

„Varastu að bóka herbergi sem er á jarðhæð. Biddu um herbergi sem er á efri hæðum. Þannig losnarðu við allan kliðinn sem fylgir götunni eða móttökusvæðinu. Sérstaklega ef þar er líka veitingastaður eða bar,“ segir Martin Seeley, svefnráðgjafi.

„Þú ættir einnig að biðja um herbergi sem er fjarri lyftum því þar er mesti umgangurinn og getur haldið þér fyrir vöku.“

Af þessu að dæma er allra versta hótelherbergið, herbergi sem er á jarðhæð, nálægt lyftu.

Sérfræðingar í öryggismálum mæla hins vegar með því að vera ekki í herbergjum á efstu hæðum hótela. Fjórða hæðin sé viðmiðið. Ekki fara ofar en það.

„Flestir líta framhjá eldhættu á hótelum. Vertu viss um að vera á milli annarrar og fjórðu hæðar á hótelum því brunastigi slökkviliða nær oft ekki hærra en það. Herbergi sem eru neðar verða oftar fyrir innbrotum.“ 

Seeley mælir einnig með að velja herbergi með loftræstingu sem hægt er að stjórna. „Það getur haft áhrif á svefngæði ef það er of heitt eða kalt í herberginu. Áður en þú ferð að sofa skaltu stilla hitann þannig að hann sé á milli 15 og 19 gráður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert