Íslensk flugfreyja gefur sólarfarþegum ráð

Sólþyrstir Íslendingar gleyma stundum sólarvörn og koma eins og brenndir …
Sólþyrstir Íslendingar gleyma stundum sólarvörn og koma eins og brenndir snúðar heim aftur frá sólarlöndum. Ljósmynd/pexels/Oleksandr Pidvalnyi

Flugliðar ferðast oft­ar en flest­ir og verða oft og tíðum vitni að at­b­urðum sem fáir gætu ímyndað sér að ættu sér stað um borð í flug­vél. Ferðavef­ur mbl.is leitaði til ís­lenskr­ar flug­freyju sem sagði sannleikann um sólarlandaferðir Íslendinga.

Notið sólarvörn í sólinni

Íslenska flugfreyjan segir að margir taka lagi systkinanna Ellýjar Vilhjálms og Villa Vill, Sumarauki, full bókstaflega og koma eins og brenndir snúðar heim. Margir eiga það til að baða sig í olíu síðasta daginn í sólbaði og brenna illa.

Íslenska flugfreyjan segist hafa lent í því í ótal flugferðum að þurfa setja brunakrem á farþega og verkjastilla þá vegna sólbruna. 

Það er ekki gott þegar farþegar ná ekki að halda …
Það er ekki gott þegar farþegar ná ekki að halda í sér á leiðinni á klósettið. Ljósmynd/pexels/Athena

Stillum drykkju í hóf

Íslenska flugfreyjan segir frá því að mikil drykkja eigi sér stað í flugferðum í sólina. Sólarþyrstir Íslendingarnir séu þyrstir í margt annað en bara sólina. Gleðin á það til að taka yfir og íslenska flugfreyjan segir það því miður gerast alltof oft að hringja þurfi á aðstoð og jafnvel hjólastóla til að aðstoða fólk frá borði.

Það kemur að þér

Íslenska flugfreyjan segir að fólk sé óþolinmótt þegar það er að bíða eftir þjónustu. Það eru bara ákveðið margir starfsmenn um borð. Þegar vagninn kemur framhjá þinni sætaröð er tíminn til að kaupa sér nægar veitingar, það getur verið langt í næsta vagn. Íslenska flugfreyjan segir að það geti tekið allt að tvær klukkustundir að fara með fyrstu barþjónustuna á sólarlandaflugum.

Ekki halda í þér of lengi

Íslenska flugfreyjan bendir farþegum á að sólarlandaflug eru oftar en ekki í lengri kantinum. Ekki bíða of lengi ef þú þarft á klósettið það eru fá salerni um borð og margir sem nota þau. Íslenska flugfreyjan segir það leiðinlegt þegar fólk nær ekki að halda í sér nógu lengi og láta gossa á ganginum. 

Elsku börnin

Spenntir foreldrar eiga það til að gleyma sér alveg í ferðaæsingnum. Íslenska flugfreyjan vill benda foreldrum að gleyma ekki að hugsa um börnin sín. Þau verða svöng og þyrst líka. Það er sniðugt að hafa afþreyingarefni meðferðist fyrir yngstu kynslóðina til að stytta þeim stundir og gefa sjálfum sér smá frí líka.   

Börnin þurfa afþreyingu í löngum flugum
Börnin þurfa afþreyingu í löngum flugum Ljósmyd/pexels/OleksandrPindvalnyi

Klæddu þig rétt

Íslenska flugfreyjan segir að fólki verði oft kalt á heimleiðinni. Það er kaldara í vélinni á leiðinni heim heldur en á heitum sólarlandakvöldum. Hún mælir með því að taka auka föt með sér. Stuttbuxur og hlýrabolur eru ekki að fara halda á þér hita í flugferðinni heim, nema þú sért vel brenndur. 

Íslenska flugfreyjan vill í lokin benda á að gangurinn er vinnusvæði starfsmanna sem og svæðin aftast og fremst í vélinni. Þetta er ekki staður fyrir farþega til að standa og spjalla. Ef flugliðar eiga erfitt með að komast á milli svæða getur haft áhrif á öryggi, svo gengur öll þjónusta hægar þegar flugliðar komast ekki til þín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert