Hélt upp á afmælið á sveitabæ

Isabella Rossellini ber aldurinn vel.
Isabella Rossellini ber aldurinn vel. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Isabella Rosselini varð sjötug á dögunum og hélt upp á afmæli sitt í sveitasælu rétt fyrir utan Manhattanborg.

Staðurinn heitir Mama Farm og er rekið sem gistiheimili og sveitabær þar sem ræktað er sérvalið grænmeti frá fræi. Sveitabærinn er aðeins fyrir meðlimi og er almenningi meinaður aðgangur auk þess sem engar skoðunarferðir eru veittar. Sem meðlimur fær maður aðgang að fræðslu og vikulegar sendingar af öllu því ferskasta sem er í boði hverju sinni. 

Þarna er líka rekið gistiheimili og stutt er í strandir og fallega náttúru sveitarinnar.

Veisla Rossellini var hin glæsilegasta þar sem boðið var upp á pasta- og grænmetisrétti. Hún var búin að útvega sér stræðarinnar parmesan ost sem átti að njóta í veislunni en mús varð fyrri til og ekkert varð af því plani.

Afmælinu deilir hún með tvíburasystur sinni Ingrid og voru þær í stíl í veislunni í þjóðlegum og litríkum fötum frá Nazzy Belgari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert